Raggi Sig var með ítök í borginni

„Það var einhver veitingastaður þarna við höfnina sem ég var búinn að reyna panta borð á í langan tíma,“ sagði knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Ásgeir Börkur Ásgeirsson í Dagmálum.

Ásgeir Börkur, sem er 37 ára gamall, lagði skóna á hilluna eftir síðasta keppnistímabil en hann er hvað þekktastur fyrir tíma sinn með uppeldisfélagi sínu Fylki og var á meðal litríkustu karakteranna í íslenska boltanum lengi vel.

Var elskaður í Gautaborg

Ásgeir Börkur lék með GAIS í sænsku B-deildinni árið 2014 en liðið er staðsett í Gautaborg þar sem varnarmaðurinn fyrrverandi Ragnar Sigurðsson lék með samnefndu liði við mjög góðan orðstír frá 2007 til 2011.

„Mér var tjáð það að ég gæti fengið borð þarna eftir þrjá mánuði eða eitthvað,“ sagði Ásgeir Börkur.

„Raggi Sig [Ragnar Sigurðsson] var elskaður þarna í Gautaborg og hann kíkti nokkrum sinnum yfir til mín í heimsókn. Hann tjáði mér í eitt skiptið að við værum að fara út að borða og þá var það á þessum umrædda stað.

Þá var hann með einhver ítök þarna frá Gautaborgartímanum sínum og við sátum þarna á einhverju háborði út í horni,“ sagði Ásgeir Börkur meðal annars.

Viðtalið við Ásgeir Börk í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Ásgeir Börkur Ásgeirsson og Ragnar Sigurðsson.
Ásgeir Börkur Ásgeirsson og Ragnar Sigurðsson. mbl.is/María
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert