Samkeppni fyrir Rúnar?

Rúnar Alex Rúnarsson
Rúnar Alex Rúnarsson Ljósmynd/@FCKobenhavn

Rúnar Alex Rúnarsson þarf líklegast að berjast við Nathan Trott um markvarðastöðuna í Kaupmannahöfn í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Trott er að koma til félagsins frá West Ham samkvæmt danska miðlinum Bold en  félagið greiðir tvær milljónir evra fyrir leikmanninn.

Trott hefur undanfarin tvö ár verið á láni hjá Vejle en hann spilaði 56 leiki fyrir liðið og stóð sig vel. Hann var valin í lið tímabilsins í dönsku deildinni í fyrra.

Rúnar kom til félagsins frá Arsenal í frjálsri sölu um mitt síðasta tímabil en sat á bekknum á meðan að Kamil Grabara var í hans stöðu. Grabara er nú á förum til Wolfsburg í Þýskalandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert