Kiel hafði samband við Aron

Aron Pálmarsson
Aron Pálmarsson Ljósmynd/Kristján Orri

Viktor Szilagyi íþróttastjóri þýska stórliðsins Kiel staðfestir félagið hafi haft samband við fyrrum leikmann liðsins og landsliðsfyrirliða Íslands, Aron Pálmarsson og reynt að fá hann aftur til Þýskalands.

Kiel tapaði illa í undanúrslitum meistaradeildarinnar fyrir Barcelona á dögunum en sigraði Magdeburg í leik um bronsið. Í deildinni heima fyrir hafnaði Kiel í fjórða sæti sem er ekki ásættanlegur árangur á þeim bænum og því er félagið í leit að styrkingu.

„Það er rétt að við töluðum við Aron en það fór ekki lengra en það, við ræddum ekki samning“, sagði Szilagy við handball-world. Aron lék með Kiel frá 2009 til 2015 en hann sneri heim til FH síðastliðið sumar og varð Íslandsmeistari með uppeldisfélaginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert