Markvörður Argentínu, Emiliano Martinez, er þekktur fyrir ögrandi hegðun á fótboltavellinum. Hann gerði stuðningsmenn Síle brjálaða með því að fagna sigurmarki Argentínu fyrir framan þá í nótt.
Martinez fékk tvö gul spjöld í leik gegn Lille í Sambandsdeild Evrópu í vetur, það síðara fyrir að sussa á stuðningsmenn franska liðsins. Það var ekki fyrsta dæmið um skrautlega hegðun hans en í Ameríkubikarnum árið 2021 var leikið án áhorfenda vegna Covid-19 og þá mátti heyra ljótt orðbragð sem markvörðurinn notaði til að trufla vítaskyttur Kólumbíu í vítaspyrnukeppni sem Argentína hafði betur í.
Stuðningsmenn Síle tóku illa í fagnaðarlæti Villa-mannsins en fagnaðarlætin og viðbrögðin má sjá hér fyrir neðan.
🇦🇷 Emiliano Martinez celebrating infront of the Chile supporters after Argentina’s late winner. 😅pic.twitter.com/1AQlt6OatD
— Football Latest (@footballatest_) June 26, 2024