Emi Martinez ögrar stuðningsmönnum (myndband)

Emiliano Martinez bregður á leik með gullhanskann sem hann hlaut …
Emiliano Martinez bregður á leik með gullhanskann sem hann hlaut á HM í Katar. AFP/Kirill Kudryavtsev

Markvörður Argentínu, Emiliano Martinez, er þekktur fyrir ögrandi hegðun á fótboltavellinum. Hann gerði stuðningsmenn Síle brjálaða með því að fagna sigurmarki Argentínu fyrir framan þá í nótt.

Martinez fékk tvö gul spjöld í leik gegn Lille í Sambandsdeild Evrópu í vetur, það síðara fyrir að sussa á stuðningsmenn franska liðsins. Það var ekki fyrsta dæmið um skrautlega hegðun hans en í Ameríkubikarnum árið 2021 var leikið án áhorfenda vegna Covid-19 og þá mátti heyra ljótt orðbragð sem markvörðurinn notaði til að trufla vítaskyttur Kólumbíu í vítaspyrnukeppni sem Argentína hafði betur í.

Stuðningsmenn Síle tóku illa í fagnaðarlæti Villa-mannsins en fagnaðarlætin og viðbrögðin má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert