Sneri aftur í öruggum bikarsigri

Natasha Anasi á landsliðsæfingu.
Natasha Anasi á landsliðsæfingu. Ljósmynd/KSÍ

Natasha Anasi-Erlingsson, landsliðskona í knattspyrnu, sneri aftur í lið Brann eftir mánaðar fjarveru vegna meiðsla þegar hún lék allan leikinn í öruggum sigri á Åsane, 4:0, í 16-liða úrslitum norsku bikarkeppninnar í kvöld.

Brann er þar með búið að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum bikarkeppninnar.

Natasha lék síðast í 6:2-sigri Brann á Kolbotn í norsku úrvalsdeildinni þann 20. maí síðastliðinn og komst vel frá sínu í hjarta varnarinnar í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert