Fyrirliði United yfirgefur félagið

Katie Zelem er á förum frá uppeldisfélaginu.
Katie Zelem er á förum frá uppeldisfélaginu. Ljósmynd/James Boyes

Katie Zelem, fyrirliði kvennaliðs Manchester United í knattspyrnu undanfarin ár, hefur yfirgefið herbúðir félagsins eftir að samningur hennar rann út.

Zelem, sem er 28 ára gömul, hefur leikið með Man. United frá árinu 2018 eða síðan meistaraflokksliði kvenna var komið á laggirnar.

Ólst hún upp hjá félaginu en lék með Liverpool frá 2013 til 2017 og Juventus frá 2017 til 2018 þegar Man. United tefldi ekki fram kvennaliði.

Zelem á 12 A-landsleiki að baki fyrir England og er önnur landsliðskonan sem yfirgefur félagið á stuttum tíma þar sem markvörðurinn Mary Earps er á leið til Parísar SG á frjálsri sölu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert