Lærisveinar Heimis töpuðu (myndskeið)

Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson. AFP/Omar Vega

Jamaíka, undir stjórn Heimis Hallgrímssonar, tapaði 3:1 gegn Ekvador í Las Vegas-Ameríkubikarnum í fótbolta í nótt. Jamaíka á ekki möguleika á að fara í átta liða úrslit.

Ekvador og Mexíkó eru með þrjú stig í öðru til þriðja sæti en Venesúela er á toppnum með sex stig og Jamaíka án stiga á botninum. Ekvador og Mexíkó mætast í lokaumferðinni sem þýðir að Jamaíka kemst aldrei upp í annað sætið og eru úr leik.

Ekvador komst yfir eftir tólf mínútna leik með sjálfsmarki Kasey Palmer og hinn sautján ára gamli Kasey Paez tvöfaldaði forystu Ekvador af vítapunktinum í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Paez er einn efnilegasti leikmaður Suður-Ameríku um þessar mundir og hefur verið orðaður við Chelsea meðal annars.

Michail Antonio skoraði fyrir Jamaíka.
Michail Antonio skoraði fyrir Jamaíka. AFP

2:0 í hálfleik var staðan en Michail Antonio minnkaði muninn fyrir Jamíka í upphafi síðari hálfleiks. Jamíka vildi vítaspyrnu tuttugu mínútum síðar og dómari leiksins fór í VAR-skjáinn þegar boltinn virtist fara í hönd varnarmanns Ekvador en ekkert var dæmt að lokum. Ekvador innsiglaði sigurinn í blálokin með marki Alan Minda og 3:1 voru lokatölur.

Ekvador og Mexíkó eru með þrjú stig í öðru til þriðja sæti en Venesúela er á toppnum með sex stig og Jamaíka án stiga á botninum. Ekvador og Mexíkó mætast í lokaumferðinni sem þýðir að Jamaíka kemst aldrei upp í annað sætið og eru úr leik.

Salomon Rondon tryggði Venesúela 1:0-sigur á Mexíkó með marki úr vítaspyrnu snemma í síðari hálfleik. Þetta var fyrsti sigur Venesúela á Mexíkó í þrettán tilraunum.

Helstu atvik leikjanna eru hér að neðan.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert