Óvænt tap Bandaríkjamanna

Byrjunarlið Panama í leiknum í nótt.
Byrjunarlið Panama í leiknum í nótt. Ljósmynd/FEPAFUT

Tveir leikir fórum fram í C-riðli í Am­er­íku­bik­arn­um í knatt­spyrnu karla í Banda­ríkj­un­um í nótt. Heimamenn töpuðu 2:1 gegn Panama og Úrúgvæ vann Bólivíu, 5:0.

Úrúgvæ er á toppi riðilsins með sex stig, Bandaríkin og Panama eru með þrjú og Bólivía ekkert stig.

Bandaríkjamenn skoruðu tvö mörk sem voru dæmd af á fimmtu og 17. mínútu áður en Timothy Weah fékk beint rautt spjald á 18. mínútu.

Heimamenn komust yfir þrátt fyrir að vera manni færri á 22. mínútu en Folarin Balogun skoraði markið sem Antonee Robinson lagði upp. Cesar Blackman jafnaði metin fyrir Panama fjórum mínútum síðar og staðan var 1:1 í hálfleik.

Panama komst svo yfir á 83. mínútu en markið skoraði Jose Fajardo.

Liðin spiluðu svo tíu á móti tíu lokamínúturnar þar sem Adalberto Carrasquilla fékk beint rautt á 88. mínútu.

Úrúgvæ var 2:0 yfir í hálfleik gegn Bólivíu en mörkin skoruðu Facundo Pellistri og Darwin Núnez. Maximiliano Araujo, Federico Valverde og Rodrigo Bentancur skoruðu svo þrjú til viðbótar í seinni.

Venesúela vann svo Mexíkó, 1:0, í B-riðli og er núna með fullt hús stiga á toppi riðilsins en Mexíkó í þriðja með þrjú stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert