Stjóri Willums til United?

Erik ten Hag vill fá nýtt starfsfólk í þjálfarateymið.
Erik ten Hag vill fá nýtt starfsfólk í þjálfarateymið. AFP/Oli Scarff

Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United vill René Hake, knattspyrnustjóra Go Ahead Eagles sem Willum Þór Willumsson spilar með, í þjálfarateymi karlaliðsins.

Eagles er í hollensku úrvalsdeildinni og liðið lenti í níunda sæti í deildinni á síðasta tímabili.

Fé­lag­skipta­sér­fræðing­ur­inn Fabrizio Romano greindi frá þessu í dag en Hake kom til Eagles árið 2022. Hann og Ruud van Nistelrooy, fyrrverandi knattspyrnustjóri PSV í Hollandi, eru á óskalista Erik Ten Hag, knattspyrnustjóra United.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert