Elísabet ekki til Villa

Elísabet Gunnarsdóttir fer ekki til Aston Villa
Elísabet Gunnarsdóttir fer ekki til Aston Villa Kristinn Magnússon

Aston Villa hefur ráðið Robert de Pauw sem þjálfari kvennaliðs félagsins í fótbolta. Elísabet Gunnarsdóttir var inni í myndinni sem þjálfari félagsins en ljóst er að ekki verður af því í þetta sinn.

BBC greinir frá að Elísabet hafi rætt við forsvarsmenn Villa en hún var einnig á blaði hjá Chelsea sem eftirmaður Emmu Hayes þegar Hayes tók við landsliði Bandaríkjanna. Chelsea réð á endanum Sonia Bombastor frá Lyon.

Elísabet þjálfaði Kristianstad í Svíþjóð í fimmtán ár en hætti að loknu síðasta tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert