Fyrsti sigur Brasilíu

Lucas Paquetá.
Lucas Paquetá. AFP/Pierre-Philippe Marcou

Brasilía vann stórsigur á Paragvæ , 4:1, í D-riðli í Ameríkubikar karla í fótbolta í Las Vegas í nótt.

Kólumbía er á toppi riðilsins með sex stig, Brasilía í öðru með fjögur, Kosta Ríka í þriðja með eitt og Paragvæ á botninum með núll. 

Brasilíumenn gerðu óvænt 0:0 jafntefli gegn Kosta Ríka í síðasta leik en mættu mun betur til leiks í dag.

Brasilía fékk vítaspyrnu á 31. mínútu og Lucas Paquetá, leikmaður West Ham, steig á punktinn og negldi boltanum framhjá.

Vinicius Junior skoraði fyrsta mark Brasilíu á 35. mínútu eftir stoðsendingu frá Paqutá. Savio skoraði svo annað mark Brasilíu á 43. mínútu og Vinicius bætti þriðja markinu við á fimmtu mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks og staðan því 3:0 í hálfleik.

Omar Alderete skoraði fyrsta mark Paragvæ á 48. mínútu en á 65. mínútu fékk Brasilía aftur vítaspyrnu. Þrátt fyrir mjög lélega vítaspyrnu fyrr í leiknum fékk Paquetá aftur að taka og í þetta sinn skoraði hann.

Lucas Paquetá gæti verið að spila hans síðustu leiki í fótbolta en enska knattspyrnusambandið kærði hann fyr­ir brot á veðmála­regl­um.

Andrés Cubas fékk beint rautt spjald á 81. mínútu og verður í banni í næsta leik þegar Paragvæ mætir Kosta Ríka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert