Þjálfar KR út tímabilið

Pálmi Rafn Pálmason.
Pálmi Rafn Pálmason. Ljósmynd/KR

Knattspyrnudeild KR tilkynnti í dag að Pálmi Rafn Pálmason muni stýra meistaraflokki karla hjá félaginu út tímabilið.

Pálmi tók við liðinu tímabundið eftir að Gregg Ryder var sagt upp störfum og hefur stýrt liðinu í tveimur síðustu leikjum.Undir stjórn Pálma hafa KR-ingar gert 1:1 jafntefli við Víking og 2:2 jafntefli við Fylki.

Knattspyrnudeild bindur miklar vonir við að Pálmi nái að snúa við gengi liðsins,“ stóð í tilkynningu KR.

Pálmi þjálfaði meistaraflokk kvenna um tíma hjá KR og var leikmaður sjálfur frá 2015 til 2022.

 KR er í 8. sæti í Bestu deild með 13 stig eftir 12 leiki. Liðið hefur unnið þrjá leiki, gert fjögur jafntefli og tapað fimm leikjum hingað til.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert