Undanúrslit í bikar og EM í fótbolta

Jamal Musiala í baráttunni við Kieran Tierney í riðlakeppninni en …
Jamal Musiala í baráttunni við Kieran Tierney í riðlakeppninni en Musiala er markahæsti leikmaður Þýskalands á mótinu. AFP/Miguel Medina

Í dag kemur í ljós hvort Valur eða Þróttur mæti Breiðablik í úrslitaleiknum í bikarkeppni kvenna í fótbolta og fyrstu leikir í 16-liða úrslitum á EM eru seinna í dag. 

Undanúrslitaleikurinn í bikarnum er klukkan 13.00 á Hlíðarenda í dag, stúkan þar er svo vel staðsett að sólin skín beint á hana svo það er um að gera að nýta góða veðrið. Þróttur er að lifna við í deildinni og hefur unnið tvo leiki í röð en Valur hefur unnið síðustu fjóra leiki í deildinni og er í öðru sæti. Í fyrra sló Þróttur Val út úr bikar og allt getur gerst.

Svo klukkan 16 er um að gera að setjast inn og sjá hvort Evrópumeistarar Ítalíu geti unnið Sviss en þeir fóru taplausir upp úr riðlinum.

Síðast en ekki síst mæta gestgjafar mótsins nágrönnum okkar í Danmörku en Bæði Þjóðverjar og Danir fóru taplausir upp úr riðlinum. Danir fóru reyndar líka úr riðlinum án þess að vinna leik en þrjú jafntefli dugðu til þess að tryggja þeim leik gegn einu sigurstranglegasta liði mótsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert