Heimir Hallgrímsson er mögulega að hætta með karlalandslið Jamaíku í knattspyrnu en hann tók við liðinu árið 2022.
Þetta sagði miðillinn Jamaica Observer en Heimir er að stýra liðinu á Ameríkumótinu sem fer fram í Bandaríkjunum.
Ljóst er að Jamaíka kemst ekki upp úr riðlinum en það er í neðsta sæti riðilsins án stiga eftir tvo leiki og spilar síðasta leikinn í kvöld gegn Venesúela.
Jamaica Observer segir samband Heimis við stjórn jamaíska knattspyrnusambandsins sé ekki gott og mikill pirringur sé á milli þeirra.
Heimir er samningsbundinn til 2026 en er mögulega að stýra sínum síðasta leik í kvöld.