AaB framlengir við Íslendinginn

Nóel Atli Arnórsson.
Nóel Atli Arnórsson. Ljósmynd/aabsport.dk

Knattspyrnumaðurinn ungi Nóel Atli Arnórsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við danska úrvalsdeildarfélagið AaB frá Álaborg.

Hinn sautján ári gamli Nóel Atli er örvfættur miðvörður fæddur árið 2006 og kom við sögu í átta leikjum fyrir aðallið AaB á tímabilinu sem leið, en liðið hafnaði þá í öðru sæti dönsku B-deildarinnar og endurheimti úrvalsdeildarsætið eftir eins árs fjarveru.

„Nóel er enn einn leikmaðurinn úr akademíu okkar sem hefur unnið sér inn atvinnumannasamning hjá félaginu. Þróun hans undanfarna mánuði hefur verið einstök en hann leggur hart að sér og æfir vel aukalega,“ segir meðal annars í fréttatilkynningu AaB.

Nóel er úr mikilli íþróttafjölskyldu en hann er sonur Arnórs Atlasonar, aðstoðarþjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert