Heimir fer yfir tímann hjá Jamaíka (myndband)

Heimir Hallgrímsson ásamt tveimur aðstoðarmönnum sínum á æfingu landsliðs Jamaíka.
Heimir Hallgrímsson ásamt tveimur aðstoðarmönnum sínum á æfingu landsliðs Jamaíka. Ljósmynd/JFF.football

Heimir Hallgrímsson fór yfir ferilinn sem þjálfari karlalandsliðs Jamaíka í knattspyrnu á YouTube-rás stuðningsmanna landsliðsins. Heimir lítur jákvæðum augum á tíma sinn í Karabíahafinu.

Hann lét af störfum eftir síðasta leik liðsins gegn Venesúela í Ameríkubikarnum í nótt.

Heimir talar um árangur liðsins í Gullbikarnum, Þjóðardeildinni og þróun leikmannahópsins meðal annars í þessu áhugaverða myndbandi.

Vestmannaeyingurinn skilur sáttur og telur sig skilja við liðið á betri stað en þegar hann tók við sjálfur árið 2022.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert