Heimir hættur hjá Jamaíka

Heimir Hallgrímsson er hættur sem landsliðsþjálfari Jamaíka.
Heimir Hallgrímsson er hættur sem landsliðsþjálfari Jamaíka. Ljósmynd/@jff_football

Heimir Hallgrímsson hefur látið af störfum sem landsliðsþjálfari Jamaíka í knattspyrnu. Jamaíka féll úr keppni í Ameríkubikarnum, stigalaust eftir þrjá leiki í riðlinum.

Síðasti leikur Jamaíka fór fram í nótt en liðið tapaði 3:0 fyrir Venesúela í Austin í Texas. Heimir var ráðinn fyrir tveimur árum síðan en samband hans við yfirmenn sína hjá knattspyrnusambandinu hefur ekki verið gott samkvæmt Jamaica Obsverver.

Heimir kom Jamaíka í undanúrslit Gullbikarsins og inn í Ameríkubikarinn en samningur hans átti að renna út eftir heimsmeistaramótið 2026.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert