Jamaíka tapaði, Mexíkó úr leik

Heimir Hallgrímsson á hliðarlínunni
Heimir Hallgrímsson á hliðarlínunni AFP/Omar Vega

Heimir Hallgrímsson lauk ferli sínum sem landsliðsþjálfari Jamaíka með 3:0 tapi gegn Venesúela í Ameríkubikarnum í nótt. Mexíkó er óvænt úr leik eftir markalaust jafntefli gegn Ekvador.

Eduard Bello, Salomon Rondon og Eric Ramirez skoruðu mörk Venesúela í Austin, höfuðborg Texasríkis, í nótt. Venesúela vann þar með B-riðilinn með níu stig en Jamaíka er án stig og einungis eitt mark skorað í mótinu.

Mexíkó gerði jafntefli við Ekvador og féll úr leik á lakari markatölu. Ekvador mætir Argentínu í átta liða úrslitum en Venesúela mætir Kanada.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert