Fyrrverandi Liverpool-maðurinn orðinn prestur

Roberto Firmino kvaddi Liverpool á síðasta ári.
Roberto Firmino kvaddi Liverpool á síðasta ári. AFP/Peter Powell

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Roberto Firmino, sem lengst af lék með Liverpool á Englandi, er orðinn prestur í heimalandi sínu Brasilíu.

Firmino er sem stendur leikmaður Al-Ahli í Sádi-Arabíu og tilkynnti á Instagram-aðgangi sínum um síðustu helgi að hann væri orðinn prestur líkt og eiginkonan Larissa Pereira.

Ekki kemur fram í tilkynningunni hvort nýja starfið feli í sér að Firmino sé búinn að leggja knattspyrnuskóna á hilluna, en hann er 32 ára gamall.

Firmino stofnaði Manah-kirkju í heimabæ sínum Maceio fyrir þremur árum ásamt eiginkonu sinni og prestunum Jairo Fernandes og Keila Medeiros.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert