ÍR skellti Aftureldingu

ÍR-ingarnir Vilhelm Þráinn Sigurjónsson og Óliver Elís Hlynsson voru báðir …
ÍR-ingarnir Vilhelm Þráinn Sigurjónsson og Óliver Elís Hlynsson voru báðir í byrjunarlið Breiðholtsliðsins í kvöld. Ljosmynd/ÍR Fótbolti

ÍR fór upp fyrir Aftureldingu þegar liðið skellti Mosfellingum, 3:0, í 11. umferð 1. deildar karla í knattspyrnu í Breiðholtinu í kvöld. 

ÍR-ingar komust yfir á 59. mínútu með sjálfsmarki Aftureldingar. Bragi Karl Bjarkason bætti við öðru marki ÍR-inga á 63. mínútu og Kristján Atli Marteinsson innsiglaði sigurinn á 77. mínútu.

ÍR er nú með 16 stig í fimmta sæti en Afturelding er í sjötta sæti með 14 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert