Martínez bjargaði Messi

Emiliano Martínez reyndist hetja Argentínu enn einu sinni.
Emiliano Martínez reyndist hetja Argentínu enn einu sinni. AFP/Logan Riely

Emiliano Martínez var enn einu sinni hetjan þegar að Argentína komst í undanúrslit Ameríkubikarsins, Copa America, með sigri á Ekvador í vítaspyrnukeppni í Houston í nótt. 

Lisandro Martínez kom Argentínu yfir í fyrri hálfleik en undir blálok leiks jafnaði Ekvador metin þökk sé Kevin Rodriguez sem stangaði boltann í netið.

Venjulegum leiktíma lauk með jafntefli, 1:1, og farið var beint í vítaspyrnukeppni. 

Lionel Messi steig fyrstur á punktinn og reyndi að vera sniðugur með því að vippa á markið en skaut sinni vítaspyrnu í slána og yfir markið. 

Markvörður hans Emiliano Martínez varði hins vegar fyrsta og annað víti Ekvador. Restin af leikmönnum Argentínu skoruðu úr sínum vítum og tryggði Argentína þar með sér sæti í undanúrslitunum. 

Argentína mætir annaðhvort Kanada eða Venesúela í undanúrslitum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert