Höfnuðu 1.600 milljóna tilboði í Orra

Orri Steinn Óskarsson fagnar marki fyrir íslenska landsliðið.
Orri Steinn Óskarsson fagnar marki fyrir íslenska landsliðið. Ljósmynd/Alex Nicodim

Danska knattspyrnufélagið FC Köbenhavn hefur hafnað háu tilboði frá Spáni í landsliðsmanninn unga Orra Stein Óskarsson.

Tipsbladet segir að Girona, spútnikliðið í spænska fótboltanum sem endaði í þriðja sæti þar í landi í vetur, hafi boðið FCK 11 milljónir evra í Orra, jafnvirði 1.600 milljónum íslenskra króna. Fyrir utan það hafi verið alls kyns bónusar sem hefðu hækkað kaupverðið.

Blaðið segir að FCK meti Orra einfaldlega mun hærra en þetta.

Orri er aðeins 19 ára gamall en hann skoraði 15 mörk og átti 8 stoðsendingar fyrir FCK á  síðasta keppnistímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert