Hræðileg tölfræði Brasilíumannsins

Endrick.
Endrick. AFP/Robyn Beck

Brasilíski sóknarmaðurinn Endrick átti slakan leik þegar Brasilía datt úr leik í átta liða úrslitum í Ameríkubikar karla í fótbolta í gær.

Endrick var í byrjunarliði og spilaði allan leikinn en samkvæmt knatt­spyrnu­töl­fræðivefn­um Opta náði hann aðeins að senda eina sendingu á samherja, og það var úr upphafsspyrnu leiksins.

Brasilía gerði 0:0-jafntefli við Úrúgvæ en tapaði svo 4:2 eftir vítaspyrnukeppni. 

Endrick er aðeins 17 ára gamall og er að fara til Real Madríd frá Palmeiras í brasilísku deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert