Landsliðskonan kemur heim til Íslands

Natasha Anasi.
Natasha Anasi. Ljósmynd/KSÍ

Íslenska landsliðskonan í fótbolta, Natasha Anasi, hef­ur yf­ir­gefið norska úrvalsdeildarfélagið Brann.

Þetta tilkynnti liðið á samfélagsmiðlum en Natasha kom til félagsins í október árið 2022 frá Breiðablik. Í tilkynningunni sagði félagið að hún vildi vera nær fjölskyldu sinni.

„Ég er mjög þakklát fyrir minn tíma hér, ég hef lært svo margt bæði sem leikmaður og manneskja.

Það hefur verið draumur að vera hluti af þessu liði og þeim árangri sem við náðum. Núa hlakka ég til að flytja heim til Íslands og vera nær fjölskyldu minni og vinum,“ sagði Natasha í tilkynningu félagsins.

Hún er líklegast á leiðinni í Val en það kom fram í þættinum Bestu Mörkin á Stöð 2 í gærkvöldi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert