Góðir sigrar Íslendingaliða

Andri Fannar Baldursson og félagar í Elfsborg stefna hraðbyri í …
Andri Fannar Baldursson og félagar í Elfsborg stefna hraðbyri í 2. umferð Evrópudeildarinnar. mbl.is/Eyþór Árnason

Íslendingaliðin Elfsborg frá Svíþjóð og Noah frá Armeníu fóru vel af stað í Evrópumótunum í knattspyrnu í kvöld þegar þau léku fyrstu leiki sína.

Elfsborg tók á móti Paphos frá Kýpur í fyrstu umferð Evrópudeildarinnar og vann öruggan sigur á heimavelli sínum í Borås, 3:0. Andri Fannar Baldursson kom inn á hjá Elfsborg á 64. mínútu en Eggert Aron Guðmundsson var varamaður og kom ekkert við sögu.

Noah vann heimasigur á Shkendija frá Norður-Makedóníu, 2:0, í Jerevan í Armeníu í fyrstu umferð Sambandsdeildarinnar. Guðmundur Þórarinsson samdi við Noah í vikunni og var í hópnum í kvöld en kom ekki við sögu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert