Til hamingju Írland

Heimir Hallgrímsson hefur kvatt Jamaíka og nú er hann tekinn …
Heimir Hallgrímsson hefur kvatt Jamaíka og nú er hann tekinn við írska landsliðinu. AFP/Pedro Pardo

Það er óhætt að óska frændum okkar Írum til hamingu með nýjan þjálfara karlalandsliðsins þeirra í fótbolta.

Heimir Hallgrímsson var ekki lengi atvinnulaus eftir að hann sagði skilið við sama starf á Jamaíka, enda viðbúið að margir renndu til hans hýru auga eftir áhugaverð úrslit liðsins undir hans stjórn.

Hann fer til grænu eyjunnar með sama markmið og sett var á eyjunni í Karíbahafinu – að koma landsliði þjóðarinnar á heimsmeistaramótið 2026.

Írum hefur ekki tekist að komast á HM frá árinu 2002 en þeir höfðu þá þrívegis í röð gert það gott og komust í átta liða úrslit árið 1990. Þeir hafa heldur ekki komist á EM tvisvar í röð eftir að hafa verið þar bæði 2012 og 2016.

Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert