Ólafur sér um yngriflokka í Álaborg

Ólafur Örn Bjarnason.
Ólafur Örn Bjarnason. Ljósmynd/AaB

Ólafur Örn Bjarnason hefur verið ráðinn yfirþjálfari hjá U13 og U19 hjá danska knattspyrnufélaginu Álaborg.

Ólafur er fyrrverandi landsliðsmaður og tekur við tveimur flokkum í akademíu liðsins. Sem leikmaður spilaði hann til dæmis með Grindavík á Íslandi, Malmö FF í Svíþjóð og Brann í Noregi og hefur spilað í um 50 leikjum í Evrópukeppnum.

Í tilkynningu Álaborgar stóð að Ólafur sé dönskumælandi og góður í að þróa leikmenn. Hann var síðast að vinna í akademíu Stabæk í Noregi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert