Goðsögn Brasilíu á sjúkrahús eftir óhugnanlegt slys

Bíllinn var ansi illa farinn.
Bíllinn var ansi illa farinn. Ljósmynd/Lögreglan í Curutíba

Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Dunga slapp vel þegar hann lenti í óhugnanlegu bílslysi með eiginkonu sinni fyrir utan Curitíba í heimalandinu í gær.

Bíll þeirra hjóna hvolfdi og gjöreyðilagðist. Þrátt fyrir það sluppu þau bæði með minniháttar meiðsli, en voru flutt á sjúkrahús til athugunar.

Dunga var fyrirliði Brasilíu er liðið varð heimsmeistari árið 1994 og lék hann á þremur heimsmeistaramótum.

Þá var hann landsliðsþjálfari Brasilíu frá 2006 til 2010 og svo aftur frá 2014 til 2016.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert