Hættur með þýska landsliðinu

Thomas Müller.
Thomas Müller. AFP/Lluis Gene

Knattspyrnumaðurinn Thomas Müller tilkynnti í dag að hann sé hættur að spila með þýska landsliðinu.

Hann er 34 ára gamall og hefur spilað 131 leik með þýska landsliðinu og skorað 45 mörk en hann spilaði fyrst með aðalliðinu árið 2010.

Müller var í lykilhlutverki þegar liðið varð heimsmeistari 2014 og var markahæstur á HM 2010 en var í litlu hlutverki á EM í ár.

Hann er þriðji leikjahæsti maður í sögu landsliðsins, á eftir Lothar Matthaus (150) og Miroslav Klose (137) og sjötti markahæsti leikmaðurinn, með jafn mörg mörk og Karl-Heinz Rummenigge

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert