Sverrir Ingi og Hörður Björgvin verða liðsfélagar

Sverrir Ingi Ingason.
Sverrir Ingi Ingason. Ljósmynd/KSÍ

Landsliðsmaðurinn Sverrir Ingi Ingason er sagður vera á förum frá danska knattspyrnufélaginu Midtjylland til Panathinaikos í Grikklandi.

Tipsbladet og grískir miðlar greina frá þessu en Midtjylland keypti Sverrir fyrir tímabilið og vann svo deildina.

Sverrir er samningsbundinn til 2028 en samkvæmt danska miðlinum er Sverrir búinn að kveðja liðsfélagana og farinn til Grikklands.

Hörður Björgvin Magnússon er leikmaður Panathinaikos og hefur verið þar frá 2022.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert