Belgar neita að halda leik gegn Ísrael heima fyrir

Kevin De Bruyne er fyrirliði Belgíu.
Kevin De Bruyne er fyrirliði Belgíu. AFP/Kirill Kudryavtsev

Belgíska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að halda leik Belgíu og Ísrael í Þjóðadeild Evrópu í knattspyrnu karla utan landsins vegna ör­ygg­is­ógna og mögu­leika á mót­mæl­um. 

Fyrir mánuði neituðu borgaryfirvöld í Brussel að halda leikinn á King Baudouin-leikvanginum í höfuðborginni þar sem það gæti kveikt í mótmælum. 

Nú hafa aðrar borgir í Belgíu einnig neitað að halda leikinn á meðan að stríðið í Gasa er í fullum gangi vegna sömu ástæðna. 

Leikurinn á að fara fram 6. september og gæti hann samkvæmt AFP-fréttaveitunni verið haldinn í Búdapest, en þar fór fram umspilsleikur Íslands gegn Ísrael síðastliðinn mars. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert