Í fjögurra leikja bann fyrir áreitni

Cristian Arango var úrskurðaður í fjögurra leikja bann.
Cristian Arango var úrskurðaður í fjögurra leikja bann. Ljósmynd/MLS

Kólumbíski knattspyrnuframherjinn Cristian Arango, Chicho, hefur verið úrskurðaður í fjögurra leikja bann fyrir að hafa brotið gegn lögum bandarísku MLS-deildarinnar um áreitni. 

Arango hefur farið á kostum með liði sínu Real Salt Lake í MLS-deildinni á tímabilinu en hann hefur skorað 17 mörk og lagt 11 upp í 23 leikjum á tímabilinu. 

Hvorki MLS-deildin né Real Salt Lake greindu frá því hvað leiddi til bannsins. Félagið sagðist þó samþykkja ákvörðun deildarinnar í yfirlýsingu. 

Arango missir af útileikjum gegn Los Angeles FC og Colorado Rapids og heimaleik gegn Atlas. 

Þá missir hann einnig af Stjörnuleik MLS-deildarinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert