Forsetinn og sonurinn handteknir fyrir að kýla verði

Miklar óeirðir sköpuðust í kringum leikinn.
Miklar óeirðir sköpuðust í kringum leikinn. AFP/Maddie Meyer

Ramón Jesurún, forseti kólumbíska knattspyrnusambandsins, var handtekinn ásamt syni sínum Ramón Jamil eftir úrslitaleik Ameríkubikarsins á milli Kólumbíu og Argentínu. 

Þeir eru sakaðir um að hafa ráðist á öryggisverði eftir tap Kólumbíu, 1:0, í Miami. Lögreglan handtók þá feðganna skömmu eftir atvikið. 

Mikil ólæti voru í kringum úrslitaleikinn en hann hófst 82 mínútum seinna en áætlað var. Miðalausir áhorfendur voru alls staðar í kring og mikill troðningur skapaðist. 

Heftu för þeirra

Jesurún-feðgarnir ætluðu að taka þátt í verðlaunaathöfninni eftir leik en öryggisverðir heftu för þeirra. 

Einn öryggisvarðanna var ágengur og setti lófann á bringu sonarins. Faðirinn brást illa við og ýtti verðinum. 

Sonurinn tók hann síðan hálstaki, dró hann niður í jörðina, og kýldi hann. Þá réðst sonurinn einnig á annan öryggisvörð samkvæmt fjölmiðlum á vettvangi. 

Enn hefur ekkert heyrst frá kólumbíska knattspyrnusambandinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert