„Hann heldur að hann sé Jackie Chan“

Hwang Hee-chan er leikmaður Wolves.
Hwang Hee-chan er leikmaður Wolves. AFP

Það fór allt úr böndunum í æfingaleik enska úrvalsdeildarfélagsins Wol­ves gegn ítalska knattspyrnufélaginu Como í gær.

Hee Chan Hwang sakaði leikmenn Como um kynþáttaníð í leiknum í gær sem liðsfélagi hans svaraði með því að lemja leikmanninn. 

https://www.mbl.is/sport/enski/2024/07/16/kyldi_andstaeding_fyrir_kynthattanid/

Varnamaður liðsins segir að ummælin sem hann lét falla um Hwang Hee-chan voru „hunsaðu hann, hann heldur að hann sé Jackie Chan“ sem varnamaðurinn segir að hafi verið því liðsfélagar hans í Wolves kalla hann Channy. Jackie Chan er frægur leikari frá Hong Kong en Hwang Hee-chan er frá Suður Kóreu.

AFP/Ammar Abd Rabbo

 

Como gaf út yfirlýsingu í dag þar sem stóð að liðið sé á móti kynþáttaníði og fordæmir slíka hegðun en sjái þessi ummæli ekki vera kynþáttaníð og segir að leikmenn Úlfanna séu að gera of mikið mál úr þessu.

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert