Orri Steinn skoraði gegn vinum sínum

Orri Steinn Óskarsson skoraði gegn Sönderjyske í æfingaleik liðanna í …
Orri Steinn Óskarsson skoraði gegn Sönderjyske í æfingaleik liðanna í dag. mbl.is/Hákon Pálsson

Orri Steinn Óskarsson skoraði fyrsta mark Kaupmannahafnar þegar liðið vann Sönderjyske, 3:2, í æfingaleik fyrir dönsku úrvalsdeildina sem hefst á föstudaginn.

Orri Steinn var í byrjunarliði og skoraði snemma í fyrri hálfleik en Kristall Máni Ingason, Atli Barkarson og Daníel Leó Grétarsson voru allir í byrjunarliði Sönderjyske, sem eru nýliðar í dönsku úrvalsdeildinni. Rúnar Alex Rúnarsson byrjaði á bekknum.

Sönderjyske skrifaði um leikinn á samfélagsmiðlinum X og þegar Orri komst í fyrsta færi leiksins eftir sex mínútur skrifaði liðið um góðan vin þeirra, Orra sem skallaði framhjá en hann var á láni hjá liðinu í fyrra.

Tobias Klysner jafnaði metin fyrir Sönderjyske í fyrri hálfleik og Alexander Lyng kom þeim 2:1 yfir í byrjun seinni hálfleiks en Kaupmannahöfn skoraði tvö mörk undir lok leiks og vann 3:2.

Orri hefur verið eftirsóttur af öðrum liðum en er samningsbundinn Kaupmannahöfn þar til 2027.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert