Slagsmál á æfingu Íslendingaliðsins

Það var slegist á æfingu Norrköping í dag.
Það var slegist á æfingu Norrköping í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Upp úr sauð á æfingu sænska Íslendingaliðsins Norrköping í dag er tveir leikmenn liðsins slógust eftir ljóta tæklingu. Staðarblaðið Norrköpings Tidningar greinir frá.

Miðjumaðurinn Jacob Ouro Ortmark hefur verið lengi frá keppni en hann er að jafna sig á því að hafa slitið krossband í hné.

Samkvæmt sænska miðlinum slóst hann við Ture Sandberg, 19 ára liðsfélaga sinn, eftir ljóta tæklingu táningsins.

Norrköping er í slæmum málum í botnsæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 11 stig eftir 14 leiki. Liðið hefur tapað sex leikjum í röð í öllum keppnum.

Arnór Ingvi Traustason og Ísak Andri Sigurgeirsson leika með Norrköping. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert