Einn handtekinn og bæði lið rekin úr keppni

Báðum liðum var vikið úr keppni og einn handtekinn.
Báðum liðum var vikið úr keppni og einn handtekinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einn var handtekinn þegar ljót slagsmál brutust út á knattspyrnumótinu Gothia Cup í dag, en mótið er stærsta mót heims fyrir yngri flokka og fer árlega fram í Gautaborg í Svíþjóð.

TV4 í Svíþjóð greinir frá að slagsmálin hafi brotist út eftir að lið frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum vann spænskt lið. Í leikslok ögraði sigurliðið þeim spænsku og brutust í kjölfarið út ljót slagsmál.

Einn karlmaður var handtekinn fyrir sinn þátt í slagsmálunum en um foreldri eins leikmanns er að ræða. Samkvæmt TV4 byrjuðu foreldrar leikmanna beggja liða að slást eftir að það tókst að róa leikmenn.

Í kjölfar slagsmálanna voru bæði lið rekin úr keppninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert