Fjarlægir „ógeðsleg“ skilaboð af samfélagsmiðlum Víkings

Erlingur Agnarsson í baráttu í Dublin í gærkvöldi.
Erlingur Agnarsson í baráttu í Dublin í gærkvöldi. Ljósmynd/Inpho Photography

Víkingur tapaði, 2:1, gegn írska fótboltaliðinu Shamrock Rovers í gærkvöldi í í seinni leik liðanna í 1. um­ferð undan­keppni Meist­ara­deild­ar karla.

Hörður Ágústsson, fjölmiðlafulltrúi liðins, kveðst hafa þurft að verja löngum tíma eftir tapið í að fjarlægja ljót ummæli og líflátshótanir af samfélagsmiðlum Víkings.

Kristján Ingi Gunnarsson, einn af þeim sem sér um samfélagsmiðla Breiðabliks, svaraði þessu og sagði þetta vera svipað á samfélagsmiðlum Kópavogsliðsins.

 

 

Skjáskot/Twitter
Skjáskot/Twitter
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert