Heimir sá óvæntan sigur Írlands

Byrjunarlið Írlands í leiknum í gær.
Byrjunarlið Írlands í leiknum í gær. Ljósmynd/Ireland Football

Heimir Hallgrímsson, nýráðinn þjálfari írska karlalandsliðsins í fótbolta studdi kvennalandsliðið þegar það vann sterkan sigur á Frakklandi í gær.

Leikurinn endaði 3:1 fyrir Írlandi sem fer í umspil um sæti á EM í Sviss á næsta ári sem Ísland er búið að tryggja sér á.

Heimir var á meðal 18,399 áhorfenda sem sáu þennan flotta og óvænta sigur liðsins en Frakkland er með næst sterkasta landslið í heimi og Írland er í 25. sæti á heimslistanum.

Denise O'Sullivan og Julie-Ann Russell komu Írlandi 2:0 yfir áður en Vicki Becho minnkaði muninn fyrir Frakkland. Anna Patten skoraði svo þriðja mark Írlands.

Frakkland vann riðilinn þrátt fyrir tapið og er komið á EM.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert