Frá Grindavík til Álaborgar

Helgi Hafsteinn Jóhannsson.
Helgi Hafsteinn Jóhannsson. Ljósmynd/Helgi Hafsteinn Jóhannsson

Knattspyrnumaðurinn Helgi Hafsteinn Jóhannsson er orðinn leikmaður danska úrvalsdeildarfélagsins AaB í Álaborg.

Helgi kemur þangað frá Grindavík þar sem hann er uppalinn og hefur spilað þrjá leiki með liðinu á þessu tímabili í 1. deild og skorað eitt mark. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið.

Helgi er fæddur árið 2008 og sóknasinnaður miðjumaður. Nóel Atli Arnórsson, sem er fæddur árið 2006, er leikmaður liðsins en hann kom árið 2022.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert