Frá Liverpool til Leverkusen?

Joel Matip í leik með Liverpool á tímabilinu.
Joel Matip í leik með Liverpool á tímabilinu. AFP/Paul Ellis

Samningur Joel Matip við enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool rann út eftir síðasta tímabil og Þýskalandsmeistararnir í Bayer Leverkusen hafa áhuga á því að fá hann til sín.

Sky í Þýskalandi greinir frá þessu og segir að Xabi Alonso, þjálfari Leverkusen, hafi áhuga á því að fá reynslumikinn miðvörð sem Joel Matip er svo sannarlega.

Matip varð Englandsmeistari tímabilið 2019/20 og vann Meistaradeild Evrópu tímabilið 2018/19 með Liverpool. Hann er einnig með reynslu í þýsku deildinni en hann spilaði með Schalke áður en hann kom til Liverpool og varð bikarmeistari með liðinu.

Leverkusen vann 51 leik í röð á tímabilinu og varð bikar- og Þýskalandsmeistari og komst alla leið í úrslitaleikinn í Evrópudeildinni en tapaði þar gegn Atalanta.

Matip hefur ekki spilað síðan í desember þegar hann sleit krossband í hné.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert