Rekinn fyrir að biðja Messi um afsökunarbeiðni

Javier Milei er forseti Argentínu.
Javier Milei er forseti Argentínu. AFP/Juan Mabromata

Julio Garro, aðstoðarmaður Íþróttamálaráðherra Argentínu, hefur verið rekinn úr starfi fyrir að biðja Lionel Messi, fyrirliða karlaliðs Argentínu, og forseta knattspyrnusambandsins um afsökunarbeiðni. 

Argentínska landsliðið söng rasistasöngva um franska landsliðsmenn í rútunni á leiðinni til Buenos Aires, höfuðborgar Argentínu, eftir að hafa unnið Ameríkubikarinn. 

Ekki allir landsliðsmenn Argentínu voru í lestinni en Lionel Messi var til að mynda einn þeirra sem varð eftir. 

Margir liðsfélagar Enzo Fernández tóku illa í söngvanna en hann birti þá á Instagram-síðu sinni. Fernández baðst síðar afsökunar á sinni hegðun. 

Lionel Messi er fyrirliði Argentínu.
Lionel Messi er fyrirliði Argentínu. AFP/Buda Mendes

Vildi heyra það frá fyrirliðanum sjálfum

Eftir atvikið sagði Garro að afsköunarbeiðni Fernández væri ekki nóg. Hann vildi einnig fá afsökunarbeiðni Messi og forseti knattspyrnusambandsins. „Annars komum við illa út úr þessu,“ sagði Garro. 

Argentínski forsetinn Javier Milei var alls ekki sammála Garro og rak hann úr starfi. 

Forsetinn bætti við að enginn ætii að ákveða hvað heimsmeistarinn Lionel Messi gerir. Hvorki Garro né nokkur borgari Argentínu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert