„Þetta var árás á Frakka“

Hugo Lloris í leik með franska landsliðinu.
Hugo Lloris í leik með franska landsliðinu. AFP

Hugo Lloris, fyrrverandi fyrirliði og markvörður franska landsliðsins í knattspyrnu, er ósáttur með argentínska landsliðið sem söng niðrandi lag um franska liðið á dögunum.

Argentínska liðið var að fagna Ameríkubikarnum í rútu eftir 1:0-sigur í úrslitaleiknum gegn Kólumbíu og byrjaði að syngja niðrandi lag um franska landsliðið. Enzo Fern­and­ez var í beinni á Instagram þegar þeir byrjuðu að syngja lagið.

Hugo Lloris, fyrrum fyrirliði Frakklands er mjög ósáttur út í liðið og vill ekki sjá svona hegðun.

„Það skiptir ekki máli að þú sért í sigurvímu því þú vannst mikilvægan titil. Þú þarf að taka enn meiri ábyrgð því þú ert sigurvegari.

Þú vilt ekki sjá eða heyra svona lagað í fótbolta. Við erum öll á móti fordómum og kynþáttaníði. 

Ég held og vona að þetta hafi verið óvart, við gerum öll mistök og vonandi læra þeir af þessu. 

Argentínska landsliðið er andlit fótboltans í Ameríku og í heiminum. Þeir eiga hrós skilið fyrir það sem þeir hafa gert inni á vellinum síðustu 4-5 ár en þegar þú vinnur þá ertu fyrirmynd fyrir aðra, sérstaklega fyrir krakka.

Þetta var árás á frönsku þjóðina, sérstaklega fyrir Frakka af afrískum uppruna,“ sagði Lloris.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert