Evrópumeistarinn úr leik í fjóra mánuði

Unai Simon fagnar eftir sigur Spánar á Englandi í úrslitaleik …
Unai Simon fagnar eftir sigur Spánar á Englandi í úrslitaleik EM í Þýskalandi. AFP/Jewel Samad

Unai Simon, markvörður Evrópumeistara Spánar í knattspyrnu og Athletic Bilbao, verður frá keppni næstu fjóra mánuðina.

Hann gekkst undir uppskurð á úlnlið í gær eftir að hafa orðið fyrir tognun á Evrópumótinu í Þýskalandi.

Simon, sem er 27 ára gamall, lék sex af sjö leikjum Spánverja á EM en var hvíldur eins og svo margir fastamenn í lokaleik riðlakeppninnar gegn Albaníu.

Talið er að hann missi af í það minnsta fjórtán leikjum Athletic í spænsku deildinni og fjórum leikjum í Evrópudeildinni, sem og af leikjum Spánverja í Þjóðadeildinni í haust.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert