Gamall Valsari mætir þeim í Evrópuleik

Diarmuid O'Carroll í leik með Val 2010, fyrir aftan hann …
Diarmuid O'Carroll í leik með Val 2010, fyrir aftan hann er Kristján Valdimarsson. Jakob Fannar Sigurðsson

Valur mætir skoska félaginu St. Mirren í ann­arri um­ferð Sam­bands­deild­ar karla í fót­bolta, 25. júlí og 1. ágúst og í hópnum þekkir einn Val mjög vel.

Diarmuid O'Carroll er 37 ára gamall aðstoðarþjálfari St. Mirren en hann spilaði með Val í íslensku úrvalsdeildinni árið 2010.

Diarmuid O'Carroll með boltann í leik með Val og KR-ingarnir …
Diarmuid O'Carroll með boltann í leik með Val og KR-ingarnir Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Bjarni Guðjónsson og Viktor Bjarki Arnarsson. Árni Sæberg

Hann kom á miðju tímabili og spilaði sex leiki með liðinu, vann tvo, gerði eitt jafntefli og tapaði þremur leikjum. Valur endaði í 7. sæti með 28 stig og eftir tímabilið fór O'Carroll til Glenavon á Norður-Írlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert