Geta mæst fjórum sinnum í sömu undankeppni

Úr leik Íslands og Austurríkis á Laugardalsvelli.
Úr leik Íslands og Austurríkis á Laugardalsvelli. mbl.is/Kristinn Magnússon

Austurríki og Pólland, sem voru með Íslandi í riðli, mætast í úrslitaeinvígi um sæti á EM ef þau vinna bæði fyrra einvígið sitt í umspili EM kvenna í knattspyrnu. 

Mótið fer fram í Sviss á næsta ári en Ísland tryggði sér sæti beint á mótið í gegnum riðilinn í A-deild undankeppninnar. 

Dregið var í umspilið í höfuðstöðvum UEFA í dag. 28 lið eru í pottinum en aðeins sjö þeirra munu bætast við þau níu sem eru nú þegar komin á mótið. 

Liðin í A-riðli drógust í fyrri umferðinni gegn liðunum sem komust áfram úr C-deild undankeppninnar. Liðin sem komust áfram í B-deild drógust síðan á móti hvoru öðru. 

Austurríki dróst á móti Slóveníu, sem er sterkasta liðið í C-deildinni, en Pólland dróst á móti Rúmeníu. Sigurvegarar einvígjanna mætast síðan í seinni umferð umspilsins um sæti á EM. 

Erfiðara verkefni hjá Finnlandi 

Finnland fékk erfiðara verkefni en hin tvö Norðurlöndin í drættinum, Noregur og Svíþjóð. 

Finnar mæta fyrst Svartfjallalandi og ef þeim tekst að vinna það einvígi bíður Ungverjaland eða Skotland. 

Noregur mætir Albaníu fyrst  og ef liðinu tekst að vinna það einvígi bíður Króatía eða Norður-Írland.

Svíþjóð mætir fyrst Lúxemborg og ef liðinu tekst að vinna það einvígi bíður Bosnía eða Serbía. 

Öll þrjú Norðurlöndin byrja sína leiki á útivelli og ef þau vinna sína leiki þá byrja þau aftur á útivelli í úrslitaumspilinu.

Þá mátti Hvíta-Rússland ekki mæta Úkraínu og var passað upp á að það.

Fyrri umferðin í umspilinu:

Aserbaídsjan - Portúgal
Ungverjaland - Skotland
Tyrkland - Úkraína
Slóvakía - Wales
Rúmenía - Pólland
Króatía - Norður-Írland
Bosnía - Serbía
Hvíta-Rússland - Tékkland
Svartfjallaland - Finnland
Grikkland - Belgía
Georgía - Írland
Slóvenía - Austurríki
Albanía - Noregur
Lúxemborg - Svíþjóð

Seinni umferðin:

Aserbaídsjan/Portúgal - Hvíta Rússland/Tékkland
Ungverjaland/Skotland - Svartfjallaland/Finnland
Tyrkland/Úkraína - Grikkland/Belgía
Slóvakía/Wales - Georgía/Írland
Rúmenía/Pólland - Slóvenía/Austurríki
Króatía/Norður-Írland - Albanía/Noregur
Bosnía/Serbía - Lúxemborg/Svíþjóð 

Sigurvegararnir sjö í seinni umferðinni vinna sér sæti á EM en þangað eru eftirtaldar þjóðir komnar:

Sviss
Spánn
Þýskaland
Frakkland
Ítalía
Ísland
Danmörk
England
Holland

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert