Orri Steinn skrifar undir nýjan samning

Orri Steinn Óskarsson kom kornungur til FCK frá Gróttu.
Orri Steinn Óskarsson kom kornungur til FCK frá Gróttu. mbl.is/Hákon Pálsson

Knattspyrnumaðurinn Orri Steinn Óskarsson hefur skrifað undir nýjan fjögurra ára samning við danska stórfélagið FC Köbenhavn. 

Orri er 19 ára gamall landsliðsmaður sem kom til FCK kornungur eða 15 ára árið 2019. 

Fyrr í sumar bauð Girona, spútníklið spænska boltans á síðustu leiktíð, yfir tvo milljarða íslenskra króna í Orra. Kaupmannahafnarfélagið hafnaði því tilboði. 

Orri skoraði 10 mörk í 27 leikjum í deild með FCK í fyrra og 15 í 41 leik í öllum keppnum. Þá kom hann virkilega vel inn undir lok tímabils sem vakti athygli annarra liða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert