Ósigraða liðið bætir við sig

Martin Terrier er orðinn leikmaður Bayer Leverkusen.
Martin Terrier er orðinn leikmaður Bayer Leverkusen. Ljósmynd/Bayer Leverkusen

Franski knattspyrnumaðurinn Martin Terrier er genginn til liðs við Þýskalandsmeistara Bayer Leverkusen. 

Terrier kemur til þýska félagsins frá Rennes í Frakklandi á 22 milljónir evra og skrifar hann undir fimm ára samning. 

Terrier, sem er 27 ára gamall, var hjá Rennes í fjögur ár og skoraði 51 mark í 141 leik fyrir liðið. 

Bayer Leverkusen fór ósigrað í gegnum tímabilið í Þýskalandi, bæði í deild og bikar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert