Tvær íslenskar í liði fyrri hlutans

Guðrún Arnardóttir hefur leikið gríðarlega vel með Rosengård.
Guðrún Arnardóttir hefur leikið gríðarlega vel með Rosengård. Ljósmynd/Alex Nicodim

Tveir íslenskir leikmenn eru í liði fyrri hluta sænsku úrvalsdeildar kvenna í fótbolta hjá Footbolldirekt.

Katla Tryggvadóttir hefur farið mjög vel af stað með Kristianstad og Guðrún Arnardóttir leikið vel með Rosengård.  

Rosengård hefur átt fullkomið tímabil til þessa því liðið er með fullt hús stiga eftir 15 leiki. Þá hafa Guðrún og samherjar hennar í vörninni aðeins fengið á sig fjögur mörk.

Katla er aðeins 19 ára en hefur skorað fimm mörk í þrettán leikjum á sínu fyrsta tímabili erlendis, en hún kom til Kristianstad frá Þrótti fyrir leiktíðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert