Komin í sænsku úrvalsdeildina

María Catharina Ólafsdóttir Gros er gengin til liðs við Linköping.
María Catharina Ólafsdóttir Gros er gengin til liðs við Linköping. Ljósmynd/Fortuna Sittard

Knattspyrnukonan María Catharina Ólafsdóttir Gros er gengin til liðs við Linköping í Svíþjóð. 

María, sem er 21 árs gömul, skrifar undir þriggja og hálfs árs samning við Linköping. Hún kemur þangað frá hollenska liðinu Fortuna Sittard en hún var lykilmaður hjá liðinu. 

María lék fyrir Þór/KA áður en hún hélt út í atvinnumennsku. Fyrst lék hún með Celtic frá Skotlandi áður en hún fór til Sittard. 

Knattspyrnukonan á að baki 33 leiki fyrir yngri landslið Íslands en hefur enn ekki spilað með A-landsliðinu. Hún er einnig með sænskan ríkisborgararétt og getur enn valið á milli Íslands og Svíþjóðar. 

Linköping er í hópi sterkustu liða Svíþjóðar og hefur verið í toppbaráttunni undanfarin ár. Síðast vann liðið deildina árið 2017 en það er núna í sjötta sæti deildarinnar.




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert